Yfirlit yfir íslenska menntakerfið

 
 

Skólaskylda er til 16 ára aldurs, en eftir það tekur framhaldsskólamenntun við.
Almennt þarf umsækjandi að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu menntastigi til að standast skilyrði til inntöku í grunnnám.

 
 
secondary_education_new.png

Framhaldsskólamenntun

+ Grunnpróf almennt

Grunnnám úr almennu bóknámi, t.d. af almennri braut framhaldsskóla.

+ Grunnpróf verkgreina

Grunnpróf úr starfsnámi öðru en iðnnámi, t.d. handíðabraut.

+ Grunnpróf úr iðn

Grunnpróf úr iðngreinum, s.s. grunndeild bíliðna, grunndeild háriðna og fyrri hluta málmtæknibrautar.

+ Hæfnispróf

Próf sem ekki veita réttindi til ákveðinna starfa. Sem dæmi má nefna hönnun, ferðamálabraut, listnámsbraut og hljóðfæraleik.

+ Réttindapróf

Próf sem veita réttindi til ákveðinna starfa. Til dæmis má nefna verslunarpróf, sjúkraliða, vélstjóra, hljóðfærakennara og flugumferðarstjóra.

+ Burtfararpróf úr iðn

Burtfararpróf frá skóla úr löggiltum iðngreinum.

+ Sveinspróf úr iðn

Sveinspróf í löggiltum iðngreinum.

+ Stúdentspróf verkgreina

Stúdentspróf að loknu list- eða starfsnámi.

+ Stúdentspróf almennt

Stúdentspróf að loknu bóknámi.

+ Iðnmeistarapróf

Próf til réttinda iðnmeistara.

+ Próf á háskólastigi án háskólagráðu

Stutt nám á háskólastigi, yfirleitt starfstengt.

higher_education_new.png

Æðri menntun

+ Bachelor-gráða háskólastigs

Grunngráða í háskólanámi. T.d. B.A., B.S, B.Ed., B.M.

+ Viðbótarnám eftir Bachelor-gráðu

Sem dæmi má nefna nám til kennsluréttinda, diplómanám fyrir kennara að loknu kennaranámi, viðbótarnám í hjúkrun.

+ Meistaragráða

Framhaldsgráða í háskólanámi að lokinni Bachelor gráðu. T.d. M.A., M.S. M.Ed., M.B.A.

+ Doktorsgráða

Rannsóknargráða.